Reykjavíkurborg spilar á Hörpu Eyþór Arnalds skrifar 11. maí 2018 11:19 Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar