Léttum byrðarnar hjá þeim eldri Eyþór Arnalds skrifar 18. apríl 2018 07:00 Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar