Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2017 16:45 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37