Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2017 16:45 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37