Einkavæðing að næturþeli Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. maí 2017 07:00 Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar