Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. maí 2016 00:00 Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun