Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Margt hefur verið rætt og ritað um fasteignamarkaðinn á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Það er óumdeilt að ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu fasteign en fasteignaverð hefur undanfarinn áratug hækkað meira en góðu hófi gegnir. Það ásamt okurvöxtum banka eru þær tvær meginástæður fyrir erfiðleikum unga fólksins og í raun allra. Þegar heimasíður bankanna eru skoðaðar sést hvað vaxtakjörin hefta fasteignamarkaðinn. Á heimasíðu Landsbankans (17.11.2025) sést að íbúðakaupandi sem ætlar að kaupa 70 milljón króna íbúð greiðir sjálfur 14 milljónir og fær 80% lánað eða 56 milljónir, þarf að greiða mánaðarlega kr. 412.804 af láni með 8,55% föstum vöxtum í 60 mánuði. Í heildina kemur viðkomandi til með að greiða kr. 198.145.908. Ekki batnar það þegar ákveðið er að taka lán með 10% breytilegum vöxtum en þá verður mánaðarleg greiðsla kr. 475.662 og í lok lánstíma er búið að greiða kr. 228.317.606. Til að bæta gráu ofan á svart þarf viðkomandi að standast greiðslumat og Seðlabankinn segir að hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar megi vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Til að geta greitt 412.804 í afborgun og vexti þurfa ráðstöfunartekjur að vera 1.179.440 en þó er heimild veitt til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign að hámark greiðslubyrðar má vera 40% þannig að ráðstöfunartekjur mega vera 1.032.010. Ráðstöfunartekjur eru laun að frádregnum sköttum og því þurfa þeir sem ætla að kaupa 70 milljón króna íbúð að vera með tekjur uppá 1,8 milljónir á mánuði en ef sambýlisfók ætlar að kaupa sömu íbúð þarf að vera með mánaðartekjur uppá 800 þús. hvort um sig. Vaxtastigið sjálft er mikill þröskuldur. 8,55% ársvextir af 56 milljóna láni eru 4.760.000, og 10% vextir eru 5,6 milljónir. Nú er það samt þannig að vextir lækka eftir því sem meira er greitt af láninu þannig að greiðslubyrðin lækkar eftir því sem á líður. En ef við skoðum tölurnar hér að ofan þá sést að það kostar 142.145.908 kr. að endurgreiða 56 milljóna lánið með 8,55% vöxtunum og 172.317.606 að endurgreiða 10% vaxtalánið. En hver er lausnin. Jú í raun er hún einföld. Landsbankinn sem ríkisbanki á að taka sig til og gera sérstaka lánalínu sem er fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð. Hægt er að setja alls konar skilmála á þessa línu eins og kaupandi verði að hafa lögheimili í viðkomandi íbúð og einungis er lánað til einnar íbúðar í einu í þessu kerfi. Þarna mætti hugsa sér að vextir yrðu á pari við vexti þeirra landa sem við miðum okkur gjarna við. Þannig væru t.d. 3,5% vextir af lánum í þessu kerfi. Ársvextir af 56 milljóna láninu sem við notuðum hér að ofan yrðu þannig 1.960.000 eða um þrem milljónum lægri en eru í dag og fyrsta afborgun yrði um 300.000 krónur. Líklega myndi þetta tákna minni hagnað bankanna og um leið lægri arðgreiðslum til eigandanna en að mínu mati yrði svona aðgerð til þess að gera fleiri fjölskyldum mögulegt að koma sér þaki yfir höfuðið. Nýjasta lækkun stýrivaxta er af hinu góða en betur má ef duga skal. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um fasteignamarkaðinn á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Það er óumdeilt að ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu fasteign en fasteignaverð hefur undanfarinn áratug hækkað meira en góðu hófi gegnir. Það ásamt okurvöxtum banka eru þær tvær meginástæður fyrir erfiðleikum unga fólksins og í raun allra. Þegar heimasíður bankanna eru skoðaðar sést hvað vaxtakjörin hefta fasteignamarkaðinn. Á heimasíðu Landsbankans (17.11.2025) sést að íbúðakaupandi sem ætlar að kaupa 70 milljón króna íbúð greiðir sjálfur 14 milljónir og fær 80% lánað eða 56 milljónir, þarf að greiða mánaðarlega kr. 412.804 af láni með 8,55% föstum vöxtum í 60 mánuði. Í heildina kemur viðkomandi til með að greiða kr. 198.145.908. Ekki batnar það þegar ákveðið er að taka lán með 10% breytilegum vöxtum en þá verður mánaðarleg greiðsla kr. 475.662 og í lok lánstíma er búið að greiða kr. 228.317.606. Til að bæta gráu ofan á svart þarf viðkomandi að standast greiðslumat og Seðlabankinn segir að hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar megi vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Til að geta greitt 412.804 í afborgun og vexti þurfa ráðstöfunartekjur að vera 1.179.440 en þó er heimild veitt til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign að hámark greiðslubyrðar má vera 40% þannig að ráðstöfunartekjur mega vera 1.032.010. Ráðstöfunartekjur eru laun að frádregnum sköttum og því þurfa þeir sem ætla að kaupa 70 milljón króna íbúð að vera með tekjur uppá 1,8 milljónir á mánuði en ef sambýlisfók ætlar að kaupa sömu íbúð þarf að vera með mánaðartekjur uppá 800 þús. hvort um sig. Vaxtastigið sjálft er mikill þröskuldur. 8,55% ársvextir af 56 milljóna láni eru 4.760.000, og 10% vextir eru 5,6 milljónir. Nú er það samt þannig að vextir lækka eftir því sem meira er greitt af láninu þannig að greiðslubyrðin lækkar eftir því sem á líður. En ef við skoðum tölurnar hér að ofan þá sést að það kostar 142.145.908 kr. að endurgreiða 56 milljóna lánið með 8,55% vöxtunum og 172.317.606 að endurgreiða 10% vaxtalánið. En hver er lausnin. Jú í raun er hún einföld. Landsbankinn sem ríkisbanki á að taka sig til og gera sérstaka lánalínu sem er fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð. Hægt er að setja alls konar skilmála á þessa línu eins og kaupandi verði að hafa lögheimili í viðkomandi íbúð og einungis er lánað til einnar íbúðar í einu í þessu kerfi. Þarna mætti hugsa sér að vextir yrðu á pari við vexti þeirra landa sem við miðum okkur gjarna við. Þannig væru t.d. 3,5% vextir af lánum í þessu kerfi. Ársvextir af 56 milljóna láninu sem við notuðum hér að ofan yrðu þannig 1.960.000 eða um þrem milljónum lægri en eru í dag og fyrsta afborgun yrði um 300.000 krónur. Líklega myndi þetta tákna minni hagnað bankanna og um leið lægri arðgreiðslum til eigandanna en að mínu mati yrði svona aðgerð til þess að gera fleiri fjölskyldum mögulegt að koma sér þaki yfir höfuðið. Nýjasta lækkun stýrivaxta er af hinu góða en betur má ef duga skal. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun