Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 19. nóvember 2025 14:01 Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun