Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar 18. nóvember 2025 19:31 Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun