Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:01 Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun