30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 11:17 Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun