Framtíðarstjórnin Helgi Hjörvar skrifar 19. maí 2016 07:00 Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun