Víkurgarður: Nafli Reykjavíkur Þórir Stephensen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun