„Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 16:45 Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“ Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
„Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“
Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25
Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15