„Úff, hvar á ég að byrja?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 22:59 Ásta Guðrún Helgadóttir ásamt þriðja bindi rannsóknarskýrslunnar. mynd/ásta „Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar. Alþingi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
„Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar.
Alþingi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira