Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2025 07:01 Helsta von Úkraínu er að Bandaríkin grípi til aðgerða gegn Rússum, til að þvinga þá að samningaborðinu. Getty/NurPhoto/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. „Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira