„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 22:01 Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. vísir/vilhelm Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira