Vilja öll afnema bann við guðlasti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:15 Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni. Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni.
Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira