Einar K.: Halldór var afkastamaður og ósérhlífinn, glöggskyggn og sanngjarn Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 14:04 Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum. Vísir/Stefán/Norden Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30
Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12
„Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42