„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 13:23 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira