„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 13:23 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira