Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 19:28 Alma Dögg er sár og reið við íslenska ríkið í ljósi þess hversu lengi umsáturseineltið hefur fengið að viðgangast án þess að kvalari hennar fái alvöru afleiðingar. Vísir/Bjarni Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. Nokkur ár eru síðan Alma Dögg Torfadóttir steig fram í fjölmiðlum og greindi frá reynslu sinni af umsáturseinelti af hálfu manns sem hún afgreiddi á bensínstöð þegar hún var 19 ára. Gerandinn í málinu hefur ekki brotið gegn henni líkamlega og aldrei hefur verið neitt á milli þeirra. Í hátt í 14 ár hefur maðurinn áreitt Ölmu í gegnum smáskilaboð, tölvupóst, talskilaboð og símhringingar. Þá hefur hann ítrekað keyrt fram hjá húsinu hennar og fylgst með henni og syni hennar. Hún þáði boð um að koma í viðtal um málið og mætti upp á fréttastofu með möppu troðfulla af skjölum málsins. Nú eru árin orðin fjórtán af umsáturseinelti. Hver er staðan á málinu í dag? „Sú sama. Það er bara sama staða. Það eru bara fleiri nálgunarbönn sett á, ekki hlýtt því, hann brýtur nálgunarbönninn alltaf, ítrekað, trekk í trekk og hann fær bara að halda áfram. Það eru engar afleiðingar fyrir hann.“ Í mars í fyrra hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm en síðan þá hefur hann brotið skilorð og gegn sjötta og nýjasta nálgunarbanninu. Samt gengur hann laus. „Það skiptir ekki máli hvert ég leita til þess að fá einhver svör eða útskýringar,“ segir Alma. Viðkvæðið sé alltaf „ég veit það ekki.“ Hún bíði stanslaust eftir því að fá að vita hverjar afleiðingar af umræddum brotum verði. „Innst inni, ef ég á að vera 100% hreinskilin, þá býst ég við símtali frá lögreglu eða lögmanni sem segir mér að hann hafi bara fengið sekt.“ Í farvatninu eru lagabreytingar sem dómsmálaráðherra hyggst ráðast í sem skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Alma segir að það hefði gríðarlega þýðingu ef það næðist í gegn. Alma fór á dögunum á fund í dómsmálaráðuneytinu til að varpa ljósi á þá annmarka sem eru á íslenskri löggjöf. Hún þráði innleiðingu ökklabanda. Hún sér fyrir sér að ökklaband með rafrænu eftirliti hefði í för með sér mikla hugarró því í fjórtán ár hefur líf hennar einkennst af upptrekktu taugakerfi og óöryggi. „Mér finnst ekkert eðlilegra en að svona menn þurfi að líða þessa refsingu sem ökklabandið er. Að vita að ég sé örugg innan þess radíus sem hann má ekki koma nálægt mér, sem eru alltaf 50 metrar frá miðju húss heimili mitt og skóli sonar míns. Að vita bara að það sé einhver sem fylgist með honum, að ég þurfi ekki alltaf að vera með augu á hnakkanum.“ Varanlegur miski, örorka og áfallastreituröskun Alma segir að þetta umsátursástand hafi haft skelfileg áhrif á líf sitt. Í mati geðlæknis í tengslum við dómsmálið í fyrra kemur fram að hún sé metin með fimmtán prósent örorku, með magabólgur og sár, greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi. Í mati geðlæknisins um Ölmu segir orðrétt: „Fram kemur í frásögn hennar að maðurinn hafi sent henni mikinn fjölda óvelkominna skilaboða í formi smáskilaboða í síma eða skilaboða á samfélagsmiðlum. Þá hafi hann elt hana á bifreið sinni og setið um heimili hennar og jafnvel gægst á glugga. Öll þessi frásögn er studd með gögnum frá lögreglu og frekar staðfest með nálgunarbanni sem manninum hefur verið gert að sæta en hann ekki hlýtt. Ljóst er að þessi hegðun er til þess fallin að valda ótta og skelfingu hjá einstæðri móður og reyndar hverjum sem í mundi lenda. “ „Þetta hefur bara rústað lífi mínu. Þetta hefur bara gert það. Sonur minn hefur búið við þetta allt sitt líf,“ segir Alma sem segist oft velta fyrir sér hverju lögreglan sé að bíða eftir; hvort hún sé að bíða eftir að ofbeldið verði líkamlegt. Maðurinn stoppi ekki því enginn stoppi hann. „Það er ekkert eðlilegt að maður fái að ganga laus í fjórtán ár að hrella mann og annan.“ því er hún ekki aðeins reið við manninn heldur líka íslenska ríkið. „Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að það er ekki bara hann sem er búinn að ræna öllum þessum árum af mér, geðheilsu, andlegri heilsu, tækifærum. Það er líka ríkið og það er líka lögregla. Þetta er eitt, stórt klúður.“ Kynbundið ofbeldi Lögreglan Dómstólar Tengdar fréttir Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. 3. september 2025 19:09 Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00 Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Nokkur ár eru síðan Alma Dögg Torfadóttir steig fram í fjölmiðlum og greindi frá reynslu sinni af umsáturseinelti af hálfu manns sem hún afgreiddi á bensínstöð þegar hún var 19 ára. Gerandinn í málinu hefur ekki brotið gegn henni líkamlega og aldrei hefur verið neitt á milli þeirra. Í hátt í 14 ár hefur maðurinn áreitt Ölmu í gegnum smáskilaboð, tölvupóst, talskilaboð og símhringingar. Þá hefur hann ítrekað keyrt fram hjá húsinu hennar og fylgst með henni og syni hennar. Hún þáði boð um að koma í viðtal um málið og mætti upp á fréttastofu með möppu troðfulla af skjölum málsins. Nú eru árin orðin fjórtán af umsáturseinelti. Hver er staðan á málinu í dag? „Sú sama. Það er bara sama staða. Það eru bara fleiri nálgunarbönn sett á, ekki hlýtt því, hann brýtur nálgunarbönninn alltaf, ítrekað, trekk í trekk og hann fær bara að halda áfram. Það eru engar afleiðingar fyrir hann.“ Í mars í fyrra hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm en síðan þá hefur hann brotið skilorð og gegn sjötta og nýjasta nálgunarbanninu. Samt gengur hann laus. „Það skiptir ekki máli hvert ég leita til þess að fá einhver svör eða útskýringar,“ segir Alma. Viðkvæðið sé alltaf „ég veit það ekki.“ Hún bíði stanslaust eftir því að fá að vita hverjar afleiðingar af umræddum brotum verði. „Innst inni, ef ég á að vera 100% hreinskilin, þá býst ég við símtali frá lögreglu eða lögmanni sem segir mér að hann hafi bara fengið sekt.“ Í farvatninu eru lagabreytingar sem dómsmálaráðherra hyggst ráðast í sem skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Alma segir að það hefði gríðarlega þýðingu ef það næðist í gegn. Alma fór á dögunum á fund í dómsmálaráðuneytinu til að varpa ljósi á þá annmarka sem eru á íslenskri löggjöf. Hún þráði innleiðingu ökklabanda. Hún sér fyrir sér að ökklaband með rafrænu eftirliti hefði í för með sér mikla hugarró því í fjórtán ár hefur líf hennar einkennst af upptrekktu taugakerfi og óöryggi. „Mér finnst ekkert eðlilegra en að svona menn þurfi að líða þessa refsingu sem ökklabandið er. Að vita að ég sé örugg innan þess radíus sem hann má ekki koma nálægt mér, sem eru alltaf 50 metrar frá miðju húss heimili mitt og skóli sonar míns. Að vita bara að það sé einhver sem fylgist með honum, að ég þurfi ekki alltaf að vera með augu á hnakkanum.“ Varanlegur miski, örorka og áfallastreituröskun Alma segir að þetta umsátursástand hafi haft skelfileg áhrif á líf sitt. Í mati geðlæknis í tengslum við dómsmálið í fyrra kemur fram að hún sé metin með fimmtán prósent örorku, með magabólgur og sár, greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi. Í mati geðlæknisins um Ölmu segir orðrétt: „Fram kemur í frásögn hennar að maðurinn hafi sent henni mikinn fjölda óvelkominna skilaboða í formi smáskilaboða í síma eða skilaboða á samfélagsmiðlum. Þá hafi hann elt hana á bifreið sinni og setið um heimili hennar og jafnvel gægst á glugga. Öll þessi frásögn er studd með gögnum frá lögreglu og frekar staðfest með nálgunarbanni sem manninum hefur verið gert að sæta en hann ekki hlýtt. Ljóst er að þessi hegðun er til þess fallin að valda ótta og skelfingu hjá einstæðri móður og reyndar hverjum sem í mundi lenda. “ „Þetta hefur bara rústað lífi mínu. Þetta hefur bara gert það. Sonur minn hefur búið við þetta allt sitt líf,“ segir Alma sem segist oft velta fyrir sér hverju lögreglan sé að bíða eftir; hvort hún sé að bíða eftir að ofbeldið verði líkamlegt. Maðurinn stoppi ekki því enginn stoppi hann. „Það er ekkert eðlilegt að maður fái að ganga laus í fjórtán ár að hrella mann og annan.“ því er hún ekki aðeins reið við manninn heldur líka íslenska ríkið. „Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að það er ekki bara hann sem er búinn að ræna öllum þessum árum af mér, geðheilsu, andlegri heilsu, tækifærum. Það er líka ríkið og það er líka lögregla. Þetta er eitt, stórt klúður.“
Kynbundið ofbeldi Lögreglan Dómstólar Tengdar fréttir Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. 3. september 2025 19:09 Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00 Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. 3. september 2025 19:09
Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37