Aukið framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins Þórunn Egilsdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 Allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949 hefur Ísland verið aðildarríki. Aðildin ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin hefur því verið hornsteinn íslenskra öryggis- og varnarmála í 65 ár. Samstarf við okkar nánustu bandalags- og vinaríki hefur gert það að verkum að uppbygging varnargetu landsins hefur ekki orðið Íslandi ofviða. Sem aðildarþjóð getum við ekki verið eingöngu í hlutverki þiggjandans heldur ber okkur að taka þátt í víðtæku samstarfi sem fram fer á vettvangi bandalagsins og leggja okkar af mörkum með ýmsu móti. Á nýafstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales tilkynnti forsætisráðherra um fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku og framlög í þágu eigin varna og bandalagsins. Efld þátttaka Íslands verður á sviði borgaralegrar sérfræðiþekkingar á þeim sviðum sem okkur hugnast og farnast best. Aukið framlag verður m.a. nýtt til eflingar þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslu vegna loftrýmisgæslu, sem einnig kemur til góða almennri björgunarþjónustu í landinu. Boðnir verða fram borgaralegir sérfræðingar til starfa á vettvangi bandalagsins þar sem það á við, til dæmis á sviði almannavarna, jafnréttismála, sprengjuleitar, vefvarna, upplýsingamiðlunar og öryggis á hafi. Einnig verður lagt til fé í sjóði til styrktar uppbyggingu í Úkraínu og til framfylgdar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þátttaka íslenskra starfsmanna í samstarfi af þessu tagi eykur þeim einnig þekkingu, innsýn og tengslanet sem aftur nýtist þegar heim er komið. Þjóðaröryggi Íslands verður eingöngu tryggt með ábyrgum hætti með alþjóðasamstarfi við bandalagsríki okkar. Þó að engar beinar ógnir steðji að landi og þjóð væri það mikil skammsýni og beinlínis óábyrgt að standa berskjölduð gagnvart utanaðkomandi hættum. Því hefur frá upphafi ríkt þverpólitísk samstaða um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þó ekki hafi aðildin verið óumdeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949 hefur Ísland verið aðildarríki. Aðildin ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin hefur því verið hornsteinn íslenskra öryggis- og varnarmála í 65 ár. Samstarf við okkar nánustu bandalags- og vinaríki hefur gert það að verkum að uppbygging varnargetu landsins hefur ekki orðið Íslandi ofviða. Sem aðildarþjóð getum við ekki verið eingöngu í hlutverki þiggjandans heldur ber okkur að taka þátt í víðtæku samstarfi sem fram fer á vettvangi bandalagsins og leggja okkar af mörkum með ýmsu móti. Á nýafstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales tilkynnti forsætisráðherra um fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku og framlög í þágu eigin varna og bandalagsins. Efld þátttaka Íslands verður á sviði borgaralegrar sérfræðiþekkingar á þeim sviðum sem okkur hugnast og farnast best. Aukið framlag verður m.a. nýtt til eflingar þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslu vegna loftrýmisgæslu, sem einnig kemur til góða almennri björgunarþjónustu í landinu. Boðnir verða fram borgaralegir sérfræðingar til starfa á vettvangi bandalagsins þar sem það á við, til dæmis á sviði almannavarna, jafnréttismála, sprengjuleitar, vefvarna, upplýsingamiðlunar og öryggis á hafi. Einnig verður lagt til fé í sjóði til styrktar uppbyggingu í Úkraínu og til framfylgdar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þátttaka íslenskra starfsmanna í samstarfi af þessu tagi eykur þeim einnig þekkingu, innsýn og tengslanet sem aftur nýtist þegar heim er komið. Þjóðaröryggi Íslands verður eingöngu tryggt með ábyrgum hætti með alþjóðasamstarfi við bandalagsríki okkar. Þó að engar beinar ógnir steðji að landi og þjóð væri það mikil skammsýni og beinlínis óábyrgt að standa berskjölduð gagnvart utanaðkomandi hættum. Því hefur frá upphafi ríkt þverpólitísk samstaða um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þó ekki hafi aðildin verið óumdeild.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar