Margur er smjörs voðinn Þórólfur Matthíasson skrifar 2. janúar 2014 00:00 Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun