Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Lýðræðið í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun