Jöfnuður eykst 28. mars 2012 08:00 Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar