Hjólin snúast Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. mars 2012 06:00 Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar