Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. október 2011 06:00 Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun