Sem betur fer Svavar Gestsson skrifar 15. apríl 2011 07:00 Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun