Hvað er veikt umboð? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun