Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku Þórólfur Matthíasson skrifar 21. maí 2010 10:31 Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar