Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðis 10. júní 2010 06:00 Tímaritið Saga er eitt hið merkasta sem kemur út á Íslandi. Núorðið er stundum reynt að brjóta til mergjar flókin mál. Í síðasta hefti er farið beint inn í það sem heitast hefur verið í umræðu á þessum vetri: 26. grein stjórnarskrárinnar. Þar eru margar greinar um efnið undir samheitinu Hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar stjórnarskrárinnar?, sérfræðingar svara Ragnheiði Kristjánsdóttur. Þeir sem svara spurningunni eru: Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eiríkur Tómasson, Ragnhildur Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Eiríkur Bergmann og Svanur Kristjánsson, Helgi Bernódusson og Þorsteinn Pálsson. Eins og sjá má af þessum lista eru þetta hinir mætustu höfundar og hvetur undirritaður áhugamenn um efnið að kynna sér ritið. Grein Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis er sérstaklega athyglisverð. Hann rekur það hvernig 26. greinin varð til, hvernig hún var skrifuð á árinu 1940 og hvernig umræðan um greinina var á Alþingi. Helgi Bernódusson ber saman 26. grein lýðveldisstjórnarskrárinnar og sambærilega grein stjórnarskrárinnar í konungsríkinu Íslandi. KonungurÍ gömlu stjórnarskránni voru efnisatriði greinarinnar þessi: 1. Staðfesting konungs þurfti til þess að nokkur samþykkt Alþingis fengi lagagildi. 2. Konungur annaðist birtingu laga og framkvæmd. 3. Þar sagði: „Nú hefir konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefir samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og er þá frumvarpið niður fallið". Það er þá öðluðust lögin aldrei gildi. En Alþingi gat fjallað um þau á nýjan leik.Forseti Í nýju(! 66 ár) greininni eins og hún er nú 26. grein stjórnarskrárinnar eru þessi efnisatriði: 1. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar. Óbreytt frá gömlu stjórnarskránni. 2. Þetta skal gera eigi síðar en tveimur vikum eftir að lagafrumvarp var samþykkt. Þetta er nýtt. 3. Kveðið er á um að staðfestingin veiti því lagagildi. Þetta er nýtt og eykur vægi staðfestingarinnar. 4. Þá segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar..." Þetta er nýtt. Það var ekki gert ráð fyrir synjun konungs einungis þeim möguleika að hann staðfesti ekki; ráðherra lagði fyrir hann til staðfestingar. 5. Enn segir: „ ...og fær það þó engu að síður lagagildi". Þó forseti skrifi ekki undir fær málið lagagildi - þangað til það er fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með hvaða rökum var þetta ákvæði sett inn? Af hverju, til hvers? 6. Og svo: „ ... en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Þetta er nýtt. 7. Lögin falla úr gildi, þegar samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Þetta er líka nýtt og leiðir af fyrri málsgreinum. Mörgum spurningum ósvaraðBjarni Benediktsson skrifaði uppkast að greininni 1940 og sá texti breyttist ekki í grundvallaratriðum við meðferð málsins á Alþingi. Bjarni sagði ekki fært að veita forsetanum algert synjunarvald. Nýja greinin væri því málsskot til þjóðarinnar. Það nægir auðvitað sem skýring. En það er aðeins nægjanleg skýring á ákvæðinu um þjóðaratkvæðið. En ósvarað er eftirfarandi spurningum: 1. Af hverju tvær vikur? Það er út af fyrir sig ekki stórmál, en nú mætti þetta vera styttri tími, vika? 2. Af hverju var hnykkt á vægi staðfestingarinnar? 3. Af hverju er hér talað um synjun en í gömlu greininni aðeins um að að konungur staðfesti eða staðfesti ekki. Synjun er óneitanlega mikið sterkari afstaða en sú að staðfesta ekki. 4. En auk þess er þessi synjun óvenjuleg, sennilega einstæð: Hálf synjun, málsskot? 5. Af hverju er valdið tekið af Alþingi og flutt í þjóðaratkvæðið ef forseti vill? Því miður hafa ekki fundist svör við þessum spurningum. Mér kom Bjarni Benediktsson alltaf fyrir sjónir sem stjórnmálamaður sem hafði rök fyrir máli sínu. Vafalaust hefur hann haft rök fyrir þessum veigamiklu breytingum á greininni og kannski koma þau fram. En merkilegt má heita að í umfjöllun Alþingis um stjórnarskrána er þessi rök ekki að finna nema að mjög takmörkuðu leyti og aðalhöfundur textans í 26. greininni tók aldrei til máls meðan umræðan í þinginu um þetta höfundarverk hans stóð yfir. Þingræði og þjóðaratkvæðagreiðslaÞá ber að benda á að þegar lýðveldisstjórnarskráin var til meðferðar þá var nokkur samstaða um að breyta stjórnarskránni sem minnst; meginbreytingar áttu að bíða betri tíma. En breytingin sem hér hefur verið rakin á 26. greininni er mikið viðameiri eins og Helgi Bernódusson rekur og hér hefur verið vitnað til. Fróðlegt væri að sjá ítarlegri skrif um þessi mál ekki síst þar sem menn velta því nú fyrir sér, skilst mér, að halda stjórnlagaþing. Líklega verður stjórnarskránni breytt innan 5 ára eða svo. Þá verður þessu ákvæði breytt í aðra hvora áttina - til að styrkja þingræðið eða til að veikja það. Millivegur er varla fær. Mín skoðun er reyndar sú að valdið til þess að ákveða þjóðaratkvæði eigi ekki að vera hjá forseta. Það er gamaldags og einvaldslegt. Sumir telja að valdið ætti að vera hjá tilteknum vel staðfestum minnihluta þjóðarinnar - 30%? - eða hjá tilteknum hluta Alþingis - minnst 30 þingmenn? Mér finnst hvort tveggja koma til greina. Hér búum við auk þess við þá stjórnskipan að unnt er að leysa þingið upp og efna til alþingiskosninga hvenær sem er. Það er því styttra til þjóðarinnar en sums staðar annars staðar þar sem þingið er óuppleysanlegt nema í lok ákveðins kjörtímabils. Svo mikið er víst að í næstu breytingu á stjórnarskránni verður þetta aðalatriðið: Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðagreiðslna. Það er óþarfi að blanda þjóðhöfðingjanum í það samspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Tímaritið Saga er eitt hið merkasta sem kemur út á Íslandi. Núorðið er stundum reynt að brjóta til mergjar flókin mál. Í síðasta hefti er farið beint inn í það sem heitast hefur verið í umræðu á þessum vetri: 26. grein stjórnarskrárinnar. Þar eru margar greinar um efnið undir samheitinu Hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar stjórnarskrárinnar?, sérfræðingar svara Ragnheiði Kristjánsdóttur. Þeir sem svara spurningunni eru: Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eiríkur Tómasson, Ragnhildur Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Eiríkur Bergmann og Svanur Kristjánsson, Helgi Bernódusson og Þorsteinn Pálsson. Eins og sjá má af þessum lista eru þetta hinir mætustu höfundar og hvetur undirritaður áhugamenn um efnið að kynna sér ritið. Grein Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis er sérstaklega athyglisverð. Hann rekur það hvernig 26. greinin varð til, hvernig hún var skrifuð á árinu 1940 og hvernig umræðan um greinina var á Alþingi. Helgi Bernódusson ber saman 26. grein lýðveldisstjórnarskrárinnar og sambærilega grein stjórnarskrárinnar í konungsríkinu Íslandi. KonungurÍ gömlu stjórnarskránni voru efnisatriði greinarinnar þessi: 1. Staðfesting konungs þurfti til þess að nokkur samþykkt Alþingis fengi lagagildi. 2. Konungur annaðist birtingu laga og framkvæmd. 3. Þar sagði: „Nú hefir konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefir samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og er þá frumvarpið niður fallið". Það er þá öðluðust lögin aldrei gildi. En Alþingi gat fjallað um þau á nýjan leik.Forseti Í nýju(! 66 ár) greininni eins og hún er nú 26. grein stjórnarskrárinnar eru þessi efnisatriði: 1. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar. Óbreytt frá gömlu stjórnarskránni. 2. Þetta skal gera eigi síðar en tveimur vikum eftir að lagafrumvarp var samþykkt. Þetta er nýtt. 3. Kveðið er á um að staðfestingin veiti því lagagildi. Þetta er nýtt og eykur vægi staðfestingarinnar. 4. Þá segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar..." Þetta er nýtt. Það var ekki gert ráð fyrir synjun konungs einungis þeim möguleika að hann staðfesti ekki; ráðherra lagði fyrir hann til staðfestingar. 5. Enn segir: „ ...og fær það þó engu að síður lagagildi". Þó forseti skrifi ekki undir fær málið lagagildi - þangað til það er fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með hvaða rökum var þetta ákvæði sett inn? Af hverju, til hvers? 6. Og svo: „ ... en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Þetta er nýtt. 7. Lögin falla úr gildi, þegar samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Þetta er líka nýtt og leiðir af fyrri málsgreinum. Mörgum spurningum ósvaraðBjarni Benediktsson skrifaði uppkast að greininni 1940 og sá texti breyttist ekki í grundvallaratriðum við meðferð málsins á Alþingi. Bjarni sagði ekki fært að veita forsetanum algert synjunarvald. Nýja greinin væri því málsskot til þjóðarinnar. Það nægir auðvitað sem skýring. En það er aðeins nægjanleg skýring á ákvæðinu um þjóðaratkvæðið. En ósvarað er eftirfarandi spurningum: 1. Af hverju tvær vikur? Það er út af fyrir sig ekki stórmál, en nú mætti þetta vera styttri tími, vika? 2. Af hverju var hnykkt á vægi staðfestingarinnar? 3. Af hverju er hér talað um synjun en í gömlu greininni aðeins um að að konungur staðfesti eða staðfesti ekki. Synjun er óneitanlega mikið sterkari afstaða en sú að staðfesta ekki. 4. En auk þess er þessi synjun óvenjuleg, sennilega einstæð: Hálf synjun, málsskot? 5. Af hverju er valdið tekið af Alþingi og flutt í þjóðaratkvæðið ef forseti vill? Því miður hafa ekki fundist svör við þessum spurningum. Mér kom Bjarni Benediktsson alltaf fyrir sjónir sem stjórnmálamaður sem hafði rök fyrir máli sínu. Vafalaust hefur hann haft rök fyrir þessum veigamiklu breytingum á greininni og kannski koma þau fram. En merkilegt má heita að í umfjöllun Alþingis um stjórnarskrána er þessi rök ekki að finna nema að mjög takmörkuðu leyti og aðalhöfundur textans í 26. greininni tók aldrei til máls meðan umræðan í þinginu um þetta höfundarverk hans stóð yfir. Þingræði og þjóðaratkvæðagreiðslaÞá ber að benda á að þegar lýðveldisstjórnarskráin var til meðferðar þá var nokkur samstaða um að breyta stjórnarskránni sem minnst; meginbreytingar áttu að bíða betri tíma. En breytingin sem hér hefur verið rakin á 26. greininni er mikið viðameiri eins og Helgi Bernódusson rekur og hér hefur verið vitnað til. Fróðlegt væri að sjá ítarlegri skrif um þessi mál ekki síst þar sem menn velta því nú fyrir sér, skilst mér, að halda stjórnlagaþing. Líklega verður stjórnarskránni breytt innan 5 ára eða svo. Þá verður þessu ákvæði breytt í aðra hvora áttina - til að styrkja þingræðið eða til að veikja það. Millivegur er varla fær. Mín skoðun er reyndar sú að valdið til þess að ákveða þjóðaratkvæði eigi ekki að vera hjá forseta. Það er gamaldags og einvaldslegt. Sumir telja að valdið ætti að vera hjá tilteknum vel staðfestum minnihluta þjóðarinnar - 30%? - eða hjá tilteknum hluta Alþingis - minnst 30 þingmenn? Mér finnst hvort tveggja koma til greina. Hér búum við auk þess við þá stjórnskipan að unnt er að leysa þingið upp og efna til alþingiskosninga hvenær sem er. Það er því styttra til þjóðarinnar en sums staðar annars staðar þar sem þingið er óuppleysanlegt nema í lok ákveðins kjörtímabils. Svo mikið er víst að í næstu breytingu á stjórnarskránni verður þetta aðalatriðið: Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðagreiðslna. Það er óþarfi að blanda þjóðhöfðingjanum í það samspil.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun