Landið tekur að rísa! - Grein 1 Steingrímur J. Sigfússon skrifar 19. ágúst 2010 06:00 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaðagreinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóðmálum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórnmálin og velflesta burðarviði samfélagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskapanna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun bankakerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskiptalífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist. Orsakir bankahrunsinsUm orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auðvitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrslan leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftirlitsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viðskiptajörfa er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrðinni þangað. Vandinn er djúpstæðari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórnmálum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálfgefnu innbyggðu skynsemi markaðarins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þessar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmyndafræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfstraustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Ungæðislegur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvitund og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástandið. Sofið á verðinumÁ sinn hátt má segja að gagnrýnin hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skuldasöfnun þjóðarbúsins komst á hættulegt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljótlega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleysið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upplýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð. Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hagstjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleysið sem rannsóknarnefndin dregur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kostir eftir í stöðunni þegar árið 2008 gekk í garð. Ofvaxið bankakerfiÞað er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir tölunni 7.000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1.500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarútgjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bankanna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi. Áhrif hrunsins á ríkissjóðHjá ríkinu liggja stærstu tölurnar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissulega stendur þar eign á móti. Fjármagnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkisins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4% af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórðungs þessa árs eða 1,535,5 milljörðum (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekjurnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt. Hreinar peningalegar eignir ríkissjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16,1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF). Tap og vonbrigðiÓtalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verðmætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafskuldsett atvinnulíf, skuldir heimila sem voru miklar fyrir urðu ill- eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæfismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði breiddust og brutust út í samfélaginu. Sem sagt, það varð margvíslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaðagreinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóðmálum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórnmálin og velflesta burðarviði samfélagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskapanna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun bankakerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskiptalífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist. Orsakir bankahrunsinsUm orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auðvitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrslan leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftirlitsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viðskiptajörfa er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrðinni þangað. Vandinn er djúpstæðari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórnmálum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálfgefnu innbyggðu skynsemi markaðarins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þessar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmyndafræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfstraustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Ungæðislegur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvitund og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástandið. Sofið á verðinumÁ sinn hátt má segja að gagnrýnin hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skuldasöfnun þjóðarbúsins komst á hættulegt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljótlega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleysið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upplýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð. Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hagstjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleysið sem rannsóknarnefndin dregur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kostir eftir í stöðunni þegar árið 2008 gekk í garð. Ofvaxið bankakerfiÞað er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir tölunni 7.000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1.500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarútgjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bankanna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi. Áhrif hrunsins á ríkissjóðHjá ríkinu liggja stærstu tölurnar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissulega stendur þar eign á móti. Fjármagnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkisins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4% af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórðungs þessa árs eða 1,535,5 milljörðum (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekjurnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt. Hreinar peningalegar eignir ríkissjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16,1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF). Tap og vonbrigðiÓtalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verðmætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafskuldsett atvinnulíf, skuldir heimila sem voru miklar fyrir urðu ill- eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæfismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði breiddust og brutust út í samfélaginu. Sem sagt, það varð margvíslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun