Rökleysa útvarpsstjóra Kjartan Eggertsson skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun