Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar 5. nóvember 2025 16:30 Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Ölfus Hjúkrunarheimili Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun