Lengjudeild karla

Fréttamynd

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“

„Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórsarar á toppinn

Þórsarar halda spennustiginu á toppi Lengjudeildar karla í botni en liðið lagði Njarðvík nú rétt í þessu 4-0. Þórsarar tylla sér þar með í 1. sætið en Njarðvíkingar falla niður í það þriðja, tveimur stigum á eftir Þórsurum.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarð­víkingar á toppi Lengjudeildarinnar

Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss.

Fótbolti
Fréttamynd

Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni

Þór Akureyri vann góðan sigur á Fylki fyrr í dag í 16. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Leikið var á Tekk vellinum í Árbænum og skoraði Einar Freyr Halldórsson sigurmark Þórsara á 83. mínútu í 1-2 sigri. Fylkir datt niður á fallsætið og gætu verið þar að umferðinni lokinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Njarð­vík á toppinn

Njarðvík er komið í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir öflugan 3-0 sigur á HK sem er í 3. sæti. ÍR getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikil­vægur sigur Völsunga

Völsungur vann mikilvægan 4-0 sigur á Selfossi í Lengjudeild karla í dag en liðin eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum ekki á góðum stað“

Arnar Grétarsson á ærið verkefni fyrir höndum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann er ráðinn til að forða liðinu frá fallsvæðinu og segir verkefnið spennandi, en á sama tíma krefjandi.

Íslenski boltinn