Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:30 Davíð Smári Lamude náði einstökum árangri sem þjálfari Vestra sem vann sinn fyrsta stóra titil undir hans stjórn. vísir/Diego Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. „Ég bara þannig þenkjandi að ég kann ekki vel við að tapa og markmiðið verður einhvern veginn alltaf að fara inn í bara að vinna næsta leik. En að taka svo stórt upp í sig núna bara á þessum tímapunkti og segja: „við ætlum að vinna deildina“, það væri kannski ekki gáfulegt að segja það bara einhvern veginn núna. En ég er bara þannig gerður að ég hika ekkert við það. Við ætlum að vinna þessa deild og munum leggja okkar af mörkum til þess og vonandi finn ég áfram fyrir þessum krafti sem ég hef fundið fyrir hingað til og alveg fram að tímabili og við þurfum að leggja gríðarlega hart að okkur til þess að ná þeim árangri.“ Þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina Undir stjórn Davíðs náði lið Vestra sögulegum árangri. Tryggði sig upp í Bestu deildina á sínum tíma og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Eftir að ljóst varð að ekki yrði framhald á samstarfi hans og Vestra settu nokkur félög sig í samband við Davíð Smára og er hann þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina í sinn garð. „Það var vissulega eitt annað lið sem að svona var með mig á radarnum og svona hélt mér frá því taka ákvörðun í einhvern tíma. En ég bara verð alveg hreinskilinn með að ég er mjög ánægður með það hvar ég endaði og er spenntur fyrir framhaldinu.“ Ofboðslegur kraftur Njarðvík hefur verið að taka skref upp á við undanfarin ár, liðið endaði í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar en tókst ekki að koma sér upp í Bestu deildina í gegnum umspil deildarinnar. Það er margt sem heillar Davíð Smára við verkefnið framundan. „Það er kannski auðvitað frábært gengið í fyrra og liðið var vel strúktúrerað og þjálfað og ég er svo sem að taka við bara nokkuð góðu búi og það er bara ofboðslega mikill kraftur þarna, allavega í stjórn félagsins og menn eru gríðarlega ákveðnir í að gera enn þá betur en í fyrra og það er kannski það sem heillaði mest og samhljómur við það sem átti sér stað þegar ég tek við Vestra liðinu á sínum tíma.“ „Það var auðvitað ofboðslega mikill kraftur í stjórn félagsins þá sem skilaði sér auðvitað gríðarlega vel til liðsins og orku til mín og maður fékk mikið traust. Ég svona upplifi að það verði svipað uppi á teningnum í Njarðvík. Þannig að ég, það er klárlega það sem heillar mig og það sem ég nærist á. Að menn séu með ákveðin markmið í huga og ætla að fylgja þeim fast eftir. Það hljómar vel í mín eyru.“ Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta.vísir/Ernir Þú varst náttúrulega búinn að fá smjörþefinn af Bestu deildinni. Er það svekkjandi að þurfa að taka eitt skref niður í Lengjudeildina? „Já og nei. Það er auðvitað svekkjandi að þegar maður búinn að fá að starfa í því skemmtilega umhverfi sem að Besta deildin er en svo er maður líka í þessu fyrir sigra, ekki bara sigra í fótboltaleikjum heldur bara svona litla sigra. Að ná árangri og reyna einhvern veginn að ýta því félagi sem maður vinnur fyrir á hærra gæðastig. Koma einhvern veginn inn og hjálpa til við að að taka næsta skref. Og ekki endilega bara inn á fótboltavellinum, heldur öllu í kringum liðið og allt félagið. Vonandi tekst mér og mínu teymi að tengja félagið betur. Okkur gekk mjög vel að gera það fyrir vestan og ég er mjög stoltur af því að við náðum ofboðslega sterkri einingu. Einhvern veginn engir árekstrar í einu eða neinu og allir voru að stefna í sömu átt. Ég er gríðarlega stoltur af því og ég vona að það bara haldi áfram að vera þannig fyrir vestan og vona að ég geti innleitt það líka hjá Njarðvík.“ UMF Njarðvík Lengjudeild karla Vestri Besta deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
„Ég bara þannig þenkjandi að ég kann ekki vel við að tapa og markmiðið verður einhvern veginn alltaf að fara inn í bara að vinna næsta leik. En að taka svo stórt upp í sig núna bara á þessum tímapunkti og segja: „við ætlum að vinna deildina“, það væri kannski ekki gáfulegt að segja það bara einhvern veginn núna. En ég er bara þannig gerður að ég hika ekkert við það. Við ætlum að vinna þessa deild og munum leggja okkar af mörkum til þess og vonandi finn ég áfram fyrir þessum krafti sem ég hef fundið fyrir hingað til og alveg fram að tímabili og við þurfum að leggja gríðarlega hart að okkur til þess að ná þeim árangri.“ Þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina Undir stjórn Davíðs náði lið Vestra sögulegum árangri. Tryggði sig upp í Bestu deildina á sínum tíma og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Eftir að ljóst varð að ekki yrði framhald á samstarfi hans og Vestra settu nokkur félög sig í samband við Davíð Smára og er hann þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina í sinn garð. „Það var vissulega eitt annað lið sem að svona var með mig á radarnum og svona hélt mér frá því taka ákvörðun í einhvern tíma. En ég bara verð alveg hreinskilinn með að ég er mjög ánægður með það hvar ég endaði og er spenntur fyrir framhaldinu.“ Ofboðslegur kraftur Njarðvík hefur verið að taka skref upp á við undanfarin ár, liðið endaði í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar en tókst ekki að koma sér upp í Bestu deildina í gegnum umspil deildarinnar. Það er margt sem heillar Davíð Smára við verkefnið framundan. „Það er kannski auðvitað frábært gengið í fyrra og liðið var vel strúktúrerað og þjálfað og ég er svo sem að taka við bara nokkuð góðu búi og það er bara ofboðslega mikill kraftur þarna, allavega í stjórn félagsins og menn eru gríðarlega ákveðnir í að gera enn þá betur en í fyrra og það er kannski það sem heillaði mest og samhljómur við það sem átti sér stað þegar ég tek við Vestra liðinu á sínum tíma.“ „Það var auðvitað ofboðslega mikill kraftur í stjórn félagsins þá sem skilaði sér auðvitað gríðarlega vel til liðsins og orku til mín og maður fékk mikið traust. Ég svona upplifi að það verði svipað uppi á teningnum í Njarðvík. Þannig að ég, það er klárlega það sem heillar mig og það sem ég nærist á. Að menn séu með ákveðin markmið í huga og ætla að fylgja þeim fast eftir. Það hljómar vel í mín eyru.“ Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta.vísir/Ernir Þú varst náttúrulega búinn að fá smjörþefinn af Bestu deildinni. Er það svekkjandi að þurfa að taka eitt skref niður í Lengjudeildina? „Já og nei. Það er auðvitað svekkjandi að þegar maður búinn að fá að starfa í því skemmtilega umhverfi sem að Besta deildin er en svo er maður líka í þessu fyrir sigra, ekki bara sigra í fótboltaleikjum heldur bara svona litla sigra. Að ná árangri og reyna einhvern veginn að ýta því félagi sem maður vinnur fyrir á hærra gæðastig. Koma einhvern veginn inn og hjálpa til við að að taka næsta skref. Og ekki endilega bara inn á fótboltavellinum, heldur öllu í kringum liðið og allt félagið. Vonandi tekst mér og mínu teymi að tengja félagið betur. Okkur gekk mjög vel að gera það fyrir vestan og ég er mjög stoltur af því að við náðum ofboðslega sterkri einingu. Einhvern veginn engir árekstrar í einu eða neinu og allir voru að stefna í sömu átt. Ég er gríðarlega stoltur af því og ég vona að það bara haldi áfram að vera þannig fyrir vestan og vona að ég geti innleitt það líka hjá Njarðvík.“
UMF Njarðvík Lengjudeild karla Vestri Besta deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira