Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Davíð Smári Lamude er nýr þjálfari Njarðvíkur en gerði áður frábæra hluti með lið Vestra. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur, segir það hafa verið erfitt að starfa fjarri fjölskyldu sinni sem þjálfari Vestra á Ísafirði. Nú er hann mættur aftur suður og hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu. Davíð starfaði sem þjálfari Vestra í fótboltanum frá árinu 2023 til 2025 og náði góðum árangri fyrir vestan með liðið. Kom þeim upp í Bestu deildina á sínu fyrsta tímabili og stýrði Vestra til sigurs í Mjólkurbikarnum á því nýafstaðna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á meðan Davíð var þjálfari Vestra bjó hann fjarri fjölskyldu sinni, konu og börnum, og missti því af mörgum gæðastundum með henni. „Fólkið mitt bjó hérna í bænum á meðan að ég var fyrir vestan og það var auðvitað erfitt. En þetta var ákvörðun sem ég tók ekki einn, við fjölskyldan tókum þessa ákvörðun saman og að baki núna er auðvitað gríðarlegur akstur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Ég nýtti alla frídaga til að keyra eins hratt og ég gat í bæinn, á löglegum hraða samt, til að hitta fólkið mitt.“ „Þetta var bara ákveðinn fórnarkostnaður sem að ég var tilbúinn til þess að leggja á það að ég gæti búið mér til ákveðinn starfsvettvang sem að mér líður vel í og sem að ég tel mig vera góðan í. Það er að vera þjálfari og mér fannst þetta allt þess virði.“ Leiðir Davíðs og Vestra skildu í september síðastliðnum og hefur hann nú verið ráðinn þjálfari Njarðvíkur. Það að flytjast aftur búferlum á höfuðborgarsvæðið verður til þess að Davíð mun verja mun meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Ég þarf svona aðeins að venjast þessu. En bara, þú veist, gaman að geta séð börnin sín mæta á fótboltaæfingar, gaman að geta mætt á fótboltamótin. Maður er svona einhvern veginn, þú veist, hvernig á ég að orða það, maður hefur kannski bara ekki staðið sig nægilega vel í þessu föðurhlutverki og eingöngu út af vinnu og og það er bara eitthvað sem ég hlakka til að fá að standa mig betur í. Það er klárt mál.“ Íslenski boltinn UMF Njarðvík Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Davíð starfaði sem þjálfari Vestra í fótboltanum frá árinu 2023 til 2025 og náði góðum árangri fyrir vestan með liðið. Kom þeim upp í Bestu deildina á sínu fyrsta tímabili og stýrði Vestra til sigurs í Mjólkurbikarnum á því nýafstaðna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á meðan Davíð var þjálfari Vestra bjó hann fjarri fjölskyldu sinni, konu og börnum, og missti því af mörgum gæðastundum með henni. „Fólkið mitt bjó hérna í bænum á meðan að ég var fyrir vestan og það var auðvitað erfitt. En þetta var ákvörðun sem ég tók ekki einn, við fjölskyldan tókum þessa ákvörðun saman og að baki núna er auðvitað gríðarlegur akstur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Ég nýtti alla frídaga til að keyra eins hratt og ég gat í bæinn, á löglegum hraða samt, til að hitta fólkið mitt.“ „Þetta var bara ákveðinn fórnarkostnaður sem að ég var tilbúinn til þess að leggja á það að ég gæti búið mér til ákveðinn starfsvettvang sem að mér líður vel í og sem að ég tel mig vera góðan í. Það er að vera þjálfari og mér fannst þetta allt þess virði.“ Leiðir Davíðs og Vestra skildu í september síðastliðnum og hefur hann nú verið ráðinn þjálfari Njarðvíkur. Það að flytjast aftur búferlum á höfuðborgarsvæðið verður til þess að Davíð mun verja mun meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Ég þarf svona aðeins að venjast þessu. En bara, þú veist, gaman að geta séð börnin sín mæta á fótboltaæfingar, gaman að geta mætt á fótboltamótin. Maður er svona einhvern veginn, þú veist, hvernig á ég að orða það, maður hefur kannski bara ekki staðið sig nægilega vel í þessu föðurhlutverki og eingöngu út af vinnu og og það er bara eitthvað sem ég hlakka til að fá að standa mig betur í. Það er klárt mál.“
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira