Íslenski boltinn

Davíð Smári tekur við Njarð­vík

Valur Páll Eiríksson skrifar
Davíð Smári Lamude náði einstökum árangri sem þjálfari Vestra sem vann sinn fyrsta stóra titil undir hans stjórn. Nú mun hann mæta Vestra í grænum lit Njarðvíkur næsta sumar í Lengjudeildinni.
Davíð Smári Lamude náði einstökum árangri sem þjálfari Vestra sem vann sinn fyrsta stóra titil undir hans stjórn. Nú mun hann mæta Vestra í grænum lit Njarðvíkur næsta sumar í Lengjudeildinni. vísir/Diego

Davíð Smári Lamude er nýr þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem sagði upp í haust.

Gunnar Heiðar hafði stýrt Njarðvík frá miðju sumri árið 2023 og hélt liðinu í Lengjudeildinni það sumarið. Liðið lenti í sjötta sæti sumarið eftir og í ár hafnaði það í öðru sæti deildarinar en tapaði fyrir grönnunum í Keflavík í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni.

Davíð Smári tekur við keflinu en hann var kynntur til leiks í vallarhúsi Njarðvíkinga í kvöld. Davíð kemur frá Vestra sem hann gerði að bikarmeisturum í sumar. Eftir að bikartitillinn vannst fór að síga á ógæfuhliðina hjá Vestraliðinu sem gekk agalega á síðari hluta mótsins og tap fyrir KR á Ísafirði í lokaumferð Bestu deildarinnar felldi Vestra í Lengjudeild.

Davíð Smári hafði áður komið Vestra úr Lengjudeildinni í þá Bestu sumarið 2023, á hans fyrsta ári fyrir Vestra. Þá hélt hann liðinu uppi á meðal þeirra bestu sumarið 2024. Davíð hefur áður þjálfað Kórdrengi í sex ár.

Yfirlýsing Njarðvíkur:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×