Fjármagn heldur áfram að streyma úr innlendum hlutabréfasjóðum Ekkert lát var á innlausnum fjárfesta úr hlutabréfasjóðum í september en samtímis daufum markaði hefur verið nánast samfellt útflæði fjármagns í þeim sjóðum um margra mánaða skeið. Innherjamolar 27.10.2025 18:11
Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 27.10.2025 07:51
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar Innherji 25.10.2025 13:28
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent 24.10.2025 16:03
Kaupin góð viðbót við fjártækniarm Símans og leiðir til hærra verðmats Innherjamolar 24.10.2025 11:30
Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Viðskipti innlent 23. október 2025 16:31
Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Viðskipti innlent 23. október 2025 14:50
Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024. Lífið 23. október 2025 09:30
Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. Innlent 22. október 2025 20:00
Sýn Sport með þrettán tilnefningar Tilnefningar til sjónvarpsverðlaunanna voru tilkynntar í gær og Sýn Sport fékk alls þrettán tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni. Sport 22. október 2025 17:45
Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 22. október 2025 16:14
Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld. Innlent 22. október 2025 14:40
Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda. Innherji 22. október 2025 12:25
Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag. Viðskipti innlent 22. október 2025 11:26
Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hundruðum krafna hefur verið lýst í þrotabú flugfélagsins Play sem varð gjaldþrota í lok september. Launakröfur starfsfólks liggja enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið sæki með riftun óeðlilegar greiðslur félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. Viðskipti innlent 22. október 2025 11:22
Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq. Viðskipti innlent 22. október 2025 10:18
Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu. Viðskipti innlent 21. október 2025 20:01
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. Innherji 21. október 2025 15:47
Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki hefur ákveðið að grunnlán í fasteignakaupum miðast nú við aðeins helming af kaupverði. Restin sem lánað er fyrir flokkast sem viðbótarlán, sem eru oftar en ekki á verri kjörum en grunnlán. Viðskipti innlent 21. október 2025 15:44
Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 15:30
Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 12:30
Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. Viðskipti innlent 21. október 2025 12:26
Að elta skottið á sér Haustið hefur verið viðburðarríkt í íslensku viðskiptalífi eins og stundum vill verða. Innherji 21. október 2025 11:29
Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. Viðskipti innlent 20. október 2025 20:40
Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Sláturfélag Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vínarpylsur með lotu 05-273 vegna aðskotahlutar sem fannst í vöru. Neytendur 20. október 2025 17:38
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. Viðskipti innlent 20. október 2025 15:12