Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Laugarnestangi skrefi nær frið­lýsingu

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Stór­tón­leikar og flug­elda­sýning að vanda á Ljósanótt

Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu.

Menning
Fréttamynd

Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmti­leg

Á miðöldum sungu munkar gregóríska söngva með svo löngum frösum að það minnti helst á keppni í köfun: hver gæti haldið niðri í sér andanum lengst? Ef einhver datt niður úr súrefnisskorti var það talið píslardauði í þágu kirkjunnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Tárast yfir­leitt einu sinni á dag“

„Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy. 

Lífið
Fréttamynd

Unnur Birna og Daði eru nýtt par

Leikkonan Unnur Birna Backman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson eru nýtt par. Unnur birti mynd af Daða þar sem þau voru saman úti að borða í tilefni af afmæli Daða.

Lífið
Fréttamynd

Kjöt­súpu í boði á Hvols­velli fyrir alla sem vilja

Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Hefur þekkt soninn lengur en ráð­herrann

Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni.

Innlent
Fréttamynd

Stækkun Þjóð­leik­hússins er löngu tíma­bær

Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Haf­dís Huld bæjarlistamaður Mos­fells­bæjar

Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Býr beint fyrir neðan barns­móður sína

Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Í Íslandi í dag var rætt við aðalleikarana og Hlyn Pálmason sem segir myndina eina þá persónulegustu sem hann hefur gert. Sverrir Guðnason segist tengja við umfjöllunarefni myndarinnar en hann á þrjú börn og er í miklum samskiptum við barnsmóður elstu dætra hans.

Lífið
Fréttamynd

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð

Saga Garðars­dótt­ir og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðal­hlut­verk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Töluðu ís­lensku við mann­hafið

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 

Lífið