Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað. Innherjamolar 29.7.2025 13:32
LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu. Innherjamolar 29.7.2025 08:40
Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“ Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög. Innherjamolar 28.7.2025 13:21
Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu Innherji 26.7.2025 12:11
Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu. Innherjamolar 22. júlí 2025 14:57
Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði. Neytendur 22. júlí 2025 14:57
Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 13:32
Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“ Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær. Innherji 22. júlí 2025 13:13
Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 10:18
Búast við tveggja milljarða tapi Flugfélagið Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 18:02
Samruninn muni taka langan tíma Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 16:28
Orri til liðs við Íslandsbanka Orri Heiðarsson hefur verið ráðinn til Íslandsbanka í hlutabréfamiðlun bankans. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 16:13
Stærsti einkafjárfestirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu. Innherjamolar 21. júlí 2025 11:56
Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20. júlí 2025 13:37
Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Viðskipti innlent 20. júlí 2025 08:46
Róbert selur Adalvo til fjárfestingarrisans EQT fyrir um einn milljarð dala Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu. Innherji 18. júlí 2025 12:36
Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Viðskipti innlent 18. júlí 2025 12:01
Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. Neytendur 17. júlí 2025 11:08
Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring. Innlent 16. júlí 2025 21:50
Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Afkoma Arion banka síðustu þrjá mánuði fer langt fram úr vætningum og er 45 prósentum hærri en það sem spár gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 15. júlí 2025 23:26
Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Viðskipti 15. júlí 2025 18:46
Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags. Innherji 15. júlí 2025 11:44
Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Landgangi var ekið í nef flugvélar Icelandair á laugardagsmorgun þegar honum var ekið að flugvélinni við komu til landsins. Þegar landgangurinn rakst í hana urðu skemmdir á vélinni. Innlent 14. júlí 2025 15:16
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. Innlent 13. júlí 2025 22:32
Dettifoss komið til hafnar Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það að landi. Innlent 12. júlí 2025 23:18