Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sex særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás á mótmælum í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi. Lögregla handtók tvo einstaklinga í tengslum við árásina en segir ekki um hryðjuverk að ræða. Erlent 23.1.2026 07:30
Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Iðnaðarteknósveitin Hatari hefur hætt við tónleikaferðalag sitt um Evrópu í febrúar án nokkurrar skýringar. Í síðustu viku hætti rokkhljómsveitin The Vintage Caravan við tónleikaferðalag sitt vegna andlegrar þreytu. Tónlist 22.1.2026 15:30
ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Erlent 12.12.2025 22:54
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. Erlent 9. nóvember 2025 15:03
Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Erlent 6. nóvember 2025 07:34
Drónaumferð við herstöð í Belgíu Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði. Erlent 2. nóvember 2025 10:01
Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Erlent 24. október 2025 06:50
Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Maxime Prévot, utanríkisráðherra Belgíu, segir þarlend stjórnvöld munu viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki á allsherjarríki Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. Erlent 2. september 2025 08:56
Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1. ágúst 2025 08:25
Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Raftónlistarhátíðin Tomorrowland hófst í dag í bænum Boom í Belgíu. Einungis tveir dagar eru síðan aðalsvið hátíðarinnar varð eldi að bráð. Orsök brunans eru enn til rannsóknar. Erlent 18. júlí 2025 19:13
Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Aðalsvið raftónlistarhátíðarinnar Tomorrowland í Belgíu varð eldi að bráð í dag aðeins tveimur dögum áður en hátíðin átti að hefjast. Hundruð þúsunda manns munu sækja hátíðina heim í bæinn Boom næstu tvær vikur. Erlent 16. júlí 2025 22:15
„Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Fótbolti 9. júlí 2025 11:32
Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8. júlí 2025 18:57
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3. maí 2025 17:49
Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Laurent Belgaprins, yngri bróðir Filippusar Belgakonungs, tapaði í dag dómsmáli gegn belgíska ríkinu, sem hann stefndi fyrir að hafna beiðni hans um að fá greiddar almannatryggingar. Erlent 7. apríl 2025 23:05
Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir. Innlent 28. mars 2025 16:36
Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Erlent 17. mars 2025 10:26
Belgísk verðlaunaleikkona látin Belgíska leikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri. Umboðsmaður Dequenne segir hana hafa andast á sjúkrahúsi í úthverfi frönsku höfuðborgarinnar París í gærkvöldi. Lífið 17. mars 2025 07:42
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Lífið 11. mars 2025 12:32
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. Innlent 13. febrúar 2025 22:59
Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Fyrrverandi landsliðsmaður Belgíu í fótbolta, Radja Nainggolan, hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli. Fótbolti 27. janúar 2025 14:31
Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. Erlent 8. janúar 2025 08:16
„Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Rauða regnhlífin segir ný lög í Belgíu bæta stöðu kynlífsverkafólks verulega. Það séu gallar á löggjöfinni en lögin séu fordæmi sem vert sé að fylgjast með. Samtökin telja margt hægt að gera betur á Íslandi fyrir þolendur vændis og fólk í ýmiss konar kynlífsvinnu. Sem dæmi þurfi styrkari fjárhagsaðstoð og betri fræðslu fyrir fagaðila. Innlent 19. desember 2024 07:02
Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Erlent 1. desember 2024 18:50