Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:05 Astrid prinsessa og Lorenz prins til vinstri, og Laurent prins og Klara prinsessa til hægri, á þjóðhátíðardegi Belga í hitteðfyrra. EPA Laurent Belgaprins, yngri bróðir Filippusar Belgakonungs, tapaði í dag dómsmáli gegn belgíska ríkinu, sem hann stefndi fyrir að hafna beiðni hans um að fá greiddar almannatryggingar. Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi. Belgía Kóngafólk Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi.
Belgía Kóngafólk Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira