Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júlí 2025 18:57 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þurft að hafa hraðar hendur á fyrsta hálfa ári sínu sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Getty Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira