Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 06:50 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, mætir til fundarins í gær. Getty/Photonews/Philip Reynaers Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira