Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 19. janúar 2026 10:16 Fjölmargir sækja sér menntun erlendis og einkum vegna kostnaðar. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt í litlu samfélagi að leita út fyrir landsteinana, afla þekkingar og reynslu og koma svo heim til að leggja sitt af mörkum. Þetta á sérstaklega við í hönnunar- og byggingargeiranum, þar sem námið erlendis er oft sérhæft, praktískt og í takt við alþjóðlega þróun. Samt blasir við sú undarlega staða hér á landi að sú menntun og þau starfsréttindi sem fólk fær erlendis eru ekki viðurkennd án verulegra takmarkana. Dæmi um þetta er byggingafræðin. Ef einstaklingur lærir byggingafræði í Danmörku, lýkur viðurkenndu námi og fær þar með teikniréttindi samkvæmt dönskum lögum, er honum í raun ætlað að hafa fullt faglegt sjálfstæði. Hann má hanna, teikna og bera ábyrgð á mannvirkjum. En þegar sami einstaklingur snýr heim til Íslands breytist staðan skyndilega: réttindin gilda ekki lengur. Hér heima þarf skv. 26 grein mannvirkjalaga viðkomandi að starfa á verkfræði eða arkitektastofu í þrjú ár undir handleiðslu, taka löggildingar námskeið hjá mannvirkjastofnun og fara í gegnum ferli með auknum kostnaði sem í raun jafngildir því að byrja upp á nýtt. Þrátt fyrir fullgilda menntun, starfsréttindi og oft áralanga starfsreynslu. Þetta fyrirkomulag vekur upp margar spurningar. Fyrst og fremst: hvers vegna er menntun sem telst fullgild í Danmörku, landi sem við berum okkur gjarnan saman við, ekki talin fullnægjandi á Íslandi? Er íslenskt regluverk raunverulega að tryggja aukin gæði– eða er það fyrst og fremst hindrun sem verndar hefðbundna hagsmuni? Á sama tíma og stjórnvöld tala um skort á fagfólki í byggingariðnaði, hækkandi byggingarkostnað og nauðsyn þess að auka framboð húsnæðis, er verið að setja kerfisbundnar hindranir í veg fyrir að menntað fólk geti starfað sjálfstætt. Þetta hægir á nýliðun, dregur úr samkeppni og ýtir undir hækkandi kostnað. Þá verður líka að spyrja hvaða skilaboð þetta sendir ungu fólki. Af hverju ætti það að leggja á sig erfitt og kostnaðarsamt nám erlendis, ef það fær ekki notið þess hér heima nema að hluta og eftir margra ára bið? Í versta falli leiðir þetta til þess að fólk snýr einfaldlega ekki heim – eða hverfur aftur úr faginu. Auðvitað er mikilvægt að tryggja gæði, fagmennsku og ábyrgð í mannvirkjagerð. Enginn efast um það. En það hlýtur að vera hægt að gera það með sanngjarnari og skýrari hætti. Til dæmis með raunhæfu mati á erlendu námi í mannvirkjagerð. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að menntun sem gildir annars staðar – gildi líka hér. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir sækja sér menntun erlendis og einkum vegna kostnaðar. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt í litlu samfélagi að leita út fyrir landsteinana, afla þekkingar og reynslu og koma svo heim til að leggja sitt af mörkum. Þetta á sérstaklega við í hönnunar- og byggingargeiranum, þar sem námið erlendis er oft sérhæft, praktískt og í takt við alþjóðlega þróun. Samt blasir við sú undarlega staða hér á landi að sú menntun og þau starfsréttindi sem fólk fær erlendis eru ekki viðurkennd án verulegra takmarkana. Dæmi um þetta er byggingafræðin. Ef einstaklingur lærir byggingafræði í Danmörku, lýkur viðurkenndu námi og fær þar með teikniréttindi samkvæmt dönskum lögum, er honum í raun ætlað að hafa fullt faglegt sjálfstæði. Hann má hanna, teikna og bera ábyrgð á mannvirkjum. En þegar sami einstaklingur snýr heim til Íslands breytist staðan skyndilega: réttindin gilda ekki lengur. Hér heima þarf skv. 26 grein mannvirkjalaga viðkomandi að starfa á verkfræði eða arkitektastofu í þrjú ár undir handleiðslu, taka löggildingar námskeið hjá mannvirkjastofnun og fara í gegnum ferli með auknum kostnaði sem í raun jafngildir því að byrja upp á nýtt. Þrátt fyrir fullgilda menntun, starfsréttindi og oft áralanga starfsreynslu. Þetta fyrirkomulag vekur upp margar spurningar. Fyrst og fremst: hvers vegna er menntun sem telst fullgild í Danmörku, landi sem við berum okkur gjarnan saman við, ekki talin fullnægjandi á Íslandi? Er íslenskt regluverk raunverulega að tryggja aukin gæði– eða er það fyrst og fremst hindrun sem verndar hefðbundna hagsmuni? Á sama tíma og stjórnvöld tala um skort á fagfólki í byggingariðnaði, hækkandi byggingarkostnað og nauðsyn þess að auka framboð húsnæðis, er verið að setja kerfisbundnar hindranir í veg fyrir að menntað fólk geti starfað sjálfstætt. Þetta hægir á nýliðun, dregur úr samkeppni og ýtir undir hækkandi kostnað. Þá verður líka að spyrja hvaða skilaboð þetta sendir ungu fólki. Af hverju ætti það að leggja á sig erfitt og kostnaðarsamt nám erlendis, ef það fær ekki notið þess hér heima nema að hluta og eftir margra ára bið? Í versta falli leiðir þetta til þess að fólk snýr einfaldlega ekki heim – eða hverfur aftur úr faginu. Auðvitað er mikilvægt að tryggja gæði, fagmennsku og ábyrgð í mannvirkjagerð. Enginn efast um það. En það hlýtur að vera hægt að gera það með sanngjarnari og skýrari hætti. Til dæmis með raunhæfu mati á erlendu námi í mannvirkjagerð. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að menntun sem gildir annars staðar – gildi líka hér. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun