Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar 15. janúar 2026 11:01 Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með makanum, fara til Tenerife þegar hentar með stórfjölskyldunni, skella okkur í afþreyingarferð á árshátíðardegi vinnunnar og svo mætti lengi telja. Hvernig má það vera að á fámennri eyju lengst norður í Ballarhafi megi finna nánast endalausa möguleika til að njóta? Þessi staða er ekki sjálfsögð. Hún varð til vegna markvissrar uppbyggingar, fjárfestinga og mikillar vinnu. Þar hefur ferðaþjónustan gegnt lykilhlutverki. Uppbygging sem nýtist okkur öllum Ferðaþjónustan hefur byggt upp framboð vöru og þjónustu sem landsmenn njóta ekki síður en erlendir gestir landsins. Eljusemi, nýsköpun og úthald fyrirtækja í greininni hefur skapað fjölbreytta þjónustu, aukið aðgengi og gert Ísland að skemmtilegra landi að búa í. Bakvið þetta eru að stórum hluta lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki um allt land. Fyrirtæki sem fjárfesta í innviðum, mannauði og gæðum. Aðilum sem hafa lagt til þrotlausa vinnu vegna hugsjónar og ástríðu fyrir öllu því sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Án ferðaþjónustu væri úrval vöru og þjónustu minna, samgöngur dýrari, afþreying fátæklegri og möguleikar til atvinnu og búsetu víða um land mun takmarkaðri. En áhrif ferðaþjónustunnar eru ekki bara meira glens og gaman fyrir landsmenn og erlenda gesti okkar. Árið 2024 nam skattspor ferðaþjónustunnar 189 milljörðum króna. Til viðbótar skiluðu sér 19 milljarðar króna í öðrum gjöldum, svo sem gistináttaskatti, innviðagjaldi, hafnargjöldum og fleiru. Samtals runnu því 209 milljarðar króna í sameiginlega sjóði samfélagsins á einu ári vegna ferðaþjónustunnar. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem standa undir rekstri hins opinbera. Þessir fjármunir skila sér til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og samgangna svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónustan er ekki aukaatriði í efnahagi landsins heldur einn af burðarásum samfélagsins. Hver ber ábyrgð? Það er þó eitt sem virðist oft gleymast hjá þeim sem telja atvinnugreinina ekki skila neinu til samfélagsins. Ferðaþjónustan skapar tekjurnar og skilar þeim í sameiginlega sjóði. Atvinnugreinin ákveður ekki hvernig þeim er ráðstafað, það gera stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, með pólitískum ákvörðunum. Innviðaskuld, vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, hækkun húsnæðisverðs og aðrar áskoranir í íslensku samfélagi eru einfaldlega miklu flóknari en svo að hægt sé að skella skuldinni á eina atvinnugrein. Ferðaþjónustan hefur borgað - ríflega. Spurningin er hvernig fjármununum var forgangsraðað. Að kenna atvinnugrein um ákvarðanir sem hún hefur ekkert vald yfir er einföldun sem hvorki er sanngjörn né gagnleg. Byggjum umræðuna á staðreyndum Önnur krafa er að ferðaþjónustan eigi einfaldlega að borga meira. En það er ekki hægt að skattleggja atvinnugreinina án afleiðinga. Ferðaþjónustan starfar í harðri alþjóðlegri samkeppni og er viðkvæm fyrir kostnaði, áföllum, regluverki og ófyrirsjáanleika. Of þung skattbyrði dregur úr getu fyrirtækja til að standa af sér áföll, dregur úr fjárfestingum, nýsköpun og verðmætasköpun. Minni tekjur, óhagkvæmara rekstrarumhverfi og minnkuð starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja leiðir til minni tekna fyrir samfélagið í heild sinni. Ferðaþjónustan skapar störf fyrir tugþúsundir manna og heldur uppi atvinnu í byggðum um allt land. Að tala um greinina sem vandræðabarn sem stöðugt þurfi að greiða meira og koma böndum á er því ekki aðeins rangt, heldur vanvirðing við það fólk sem starfar í greininni og leggur sitt af mörkum á hverjum einasta degi. Spurning sem eftir stendur Ferðaþjónustan er lykill að lífsgæðum íslensks samfélags, hvort sem um ræðir efnahagslegt framlag eða samfélagsleg verðmæti. Spurningin sem eftir stendur er því þessi: ef þú vilt að ferðaþjónustan dragi saman seglin, hverju ertu tilbúin/n að fórna? Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með makanum, fara til Tenerife þegar hentar með stórfjölskyldunni, skella okkur í afþreyingarferð á árshátíðardegi vinnunnar og svo mætti lengi telja. Hvernig má það vera að á fámennri eyju lengst norður í Ballarhafi megi finna nánast endalausa möguleika til að njóta? Þessi staða er ekki sjálfsögð. Hún varð til vegna markvissrar uppbyggingar, fjárfestinga og mikillar vinnu. Þar hefur ferðaþjónustan gegnt lykilhlutverki. Uppbygging sem nýtist okkur öllum Ferðaþjónustan hefur byggt upp framboð vöru og þjónustu sem landsmenn njóta ekki síður en erlendir gestir landsins. Eljusemi, nýsköpun og úthald fyrirtækja í greininni hefur skapað fjölbreytta þjónustu, aukið aðgengi og gert Ísland að skemmtilegra landi að búa í. Bakvið þetta eru að stórum hluta lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki um allt land. Fyrirtæki sem fjárfesta í innviðum, mannauði og gæðum. Aðilum sem hafa lagt til þrotlausa vinnu vegna hugsjónar og ástríðu fyrir öllu því sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Án ferðaþjónustu væri úrval vöru og þjónustu minna, samgöngur dýrari, afþreying fátæklegri og möguleikar til atvinnu og búsetu víða um land mun takmarkaðri. En áhrif ferðaþjónustunnar eru ekki bara meira glens og gaman fyrir landsmenn og erlenda gesti okkar. Árið 2024 nam skattspor ferðaþjónustunnar 189 milljörðum króna. Til viðbótar skiluðu sér 19 milljarðar króna í öðrum gjöldum, svo sem gistináttaskatti, innviðagjaldi, hafnargjöldum og fleiru. Samtals runnu því 209 milljarðar króna í sameiginlega sjóði samfélagsins á einu ári vegna ferðaþjónustunnar. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem standa undir rekstri hins opinbera. Þessir fjármunir skila sér til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og samgangna svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónustan er ekki aukaatriði í efnahagi landsins heldur einn af burðarásum samfélagsins. Hver ber ábyrgð? Það er þó eitt sem virðist oft gleymast hjá þeim sem telja atvinnugreinina ekki skila neinu til samfélagsins. Ferðaþjónustan skapar tekjurnar og skilar þeim í sameiginlega sjóði. Atvinnugreinin ákveður ekki hvernig þeim er ráðstafað, það gera stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, með pólitískum ákvörðunum. Innviðaskuld, vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, hækkun húsnæðisverðs og aðrar áskoranir í íslensku samfélagi eru einfaldlega miklu flóknari en svo að hægt sé að skella skuldinni á eina atvinnugrein. Ferðaþjónustan hefur borgað - ríflega. Spurningin er hvernig fjármununum var forgangsraðað. Að kenna atvinnugrein um ákvarðanir sem hún hefur ekkert vald yfir er einföldun sem hvorki er sanngjörn né gagnleg. Byggjum umræðuna á staðreyndum Önnur krafa er að ferðaþjónustan eigi einfaldlega að borga meira. En það er ekki hægt að skattleggja atvinnugreinina án afleiðinga. Ferðaþjónustan starfar í harðri alþjóðlegri samkeppni og er viðkvæm fyrir kostnaði, áföllum, regluverki og ófyrirsjáanleika. Of þung skattbyrði dregur úr getu fyrirtækja til að standa af sér áföll, dregur úr fjárfestingum, nýsköpun og verðmætasköpun. Minni tekjur, óhagkvæmara rekstrarumhverfi og minnkuð starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja leiðir til minni tekna fyrir samfélagið í heild sinni. Ferðaþjónustan skapar störf fyrir tugþúsundir manna og heldur uppi atvinnu í byggðum um allt land. Að tala um greinina sem vandræðabarn sem stöðugt þurfi að greiða meira og koma böndum á er því ekki aðeins rangt, heldur vanvirðing við það fólk sem starfar í greininni og leggur sitt af mörkum á hverjum einasta degi. Spurning sem eftir stendur Ferðaþjónustan er lykill að lífsgæðum íslensks samfélags, hvort sem um ræðir efnahagslegt framlag eða samfélagsleg verðmæti. Spurningin sem eftir stendur er því þessi: ef þú vilt að ferðaþjónustan dragi saman seglin, hverju ertu tilbúin/n að fórna? Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar