Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 10:02 Nokkrum tímum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas veðjaði huldumaður fúlgum fjár á að Nicolás Maduro yrðu steypt af stóli. AP/Matias Delacroix Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Þetta hefur vakið vangaveltur um að einhver, mögulega innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi nýtt upplýsingar um væntanlega árás til að hagnast. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum fimmtíu milljónum króna. Bætti verulega í rétt fyrir árásina Samkvæmt frétt Wall Street Journal stofnaði þessi tiltekni aðili reikning á Polymarket í síðasta mánuði. Polymarket er tiltölulega vinsæl veðmálasíða sem byggir á rafmyntum og er hægt að veðja þar um hina óvenjulegustu hluti. Þar lagði hann fyrst fram veðmál um að Maduro yrði steypt af stóli þann 27. desember. Á næstu dögum bætti hann stöðugt við og lagði meira undir, samhliða aukinni spennu milli Bandaríkjanna og Venesúela. Þegar fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas hafði þessi aðili í heildina veðjað um 34 þúsund dölum í að Maduro yrði steypt af stóli. Fyrir það fékk hann nærri því 410 þúsund dali í verðlaun. Meira en helming upphæðarinnar sem viðkomandi lagði undir veðjaði hann kvöldið áður en árásin var gerð. Mögulegur innherji Þetta hefur vakið spurningar um það að sá sem veðjaði hafi vitað af því að til stæði að gera árás á Venesúela og nema Maduro á brott. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að líklega sé svo. Þetta séu miklir peningar til að veðja án þess að mikið af opinberum upplýsingum hafi legið fyrir. Fregnir hafa borist af því að blaðamenn nokkurra bandarískra miðla hafi komist að því að til stæði að gera árás á Venesúela en ekki sagt frá því og þá hafði undirbúningur fyrir árásina staðið yfir í þó nokkrar vikur. Ef í ljós kemur að viðkomandi er bandarískur embættismaður sem nýtti upplýsingar sem hann öðlaðist vegna starfs síns yrði hægt að lögsækja hann fyrir innherjaupplýsingar. Nokkur sambærileg atvik hafa átt sér stað á Polymarket að undanförnu. Einn tiltekinn aðili hefur til að mynda hagnast verulega á því að veðja á hluti sem gerst hafa innan veggja Google. Hann virðist til að mynda hafa vitað hver mest gúggluðu orð síðasta árs yrðu og græddi 1,2 milljónir dala í veðmálum um það. Skömmu áður hafði hann grætt um hundrað þúsund dali á veðmálum sem tengdust Gemini 3 gervigreind Google. Shayne Coplan, stofnandi og yfirmaður Polymarket sagði í nýlegu viðtali við WSJ að notendur Polymarket fylgdust í rauninni sjálfir með skringilegum veðmálum þar. Þeir notuðu gögn síðunnar til að finna skringileg veðmál og reyndu að forðast þau. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Þetta hefur vakið vangaveltur um að einhver, mögulega innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi nýtt upplýsingar um væntanlega árás til að hagnast. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum fimmtíu milljónum króna. Bætti verulega í rétt fyrir árásina Samkvæmt frétt Wall Street Journal stofnaði þessi tiltekni aðili reikning á Polymarket í síðasta mánuði. Polymarket er tiltölulega vinsæl veðmálasíða sem byggir á rafmyntum og er hægt að veðja þar um hina óvenjulegustu hluti. Þar lagði hann fyrst fram veðmál um að Maduro yrði steypt af stóli þann 27. desember. Á næstu dögum bætti hann stöðugt við og lagði meira undir, samhliða aukinni spennu milli Bandaríkjanna og Venesúela. Þegar fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas hafði þessi aðili í heildina veðjað um 34 þúsund dölum í að Maduro yrði steypt af stóli. Fyrir það fékk hann nærri því 410 þúsund dali í verðlaun. Meira en helming upphæðarinnar sem viðkomandi lagði undir veðjaði hann kvöldið áður en árásin var gerð. Mögulegur innherji Þetta hefur vakið spurningar um það að sá sem veðjaði hafi vitað af því að til stæði að gera árás á Venesúela og nema Maduro á brott. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að líklega sé svo. Þetta séu miklir peningar til að veðja án þess að mikið af opinberum upplýsingum hafi legið fyrir. Fregnir hafa borist af því að blaðamenn nokkurra bandarískra miðla hafi komist að því að til stæði að gera árás á Venesúela en ekki sagt frá því og þá hafði undirbúningur fyrir árásina staðið yfir í þó nokkrar vikur. Ef í ljós kemur að viðkomandi er bandarískur embættismaður sem nýtti upplýsingar sem hann öðlaðist vegna starfs síns yrði hægt að lögsækja hann fyrir innherjaupplýsingar. Nokkur sambærileg atvik hafa átt sér stað á Polymarket að undanförnu. Einn tiltekinn aðili hefur til að mynda hagnast verulega á því að veðja á hluti sem gerst hafa innan veggja Google. Hann virðist til að mynda hafa vitað hver mest gúggluðu orð síðasta árs yrðu og græddi 1,2 milljónir dala í veðmálum um það. Skömmu áður hafði hann grætt um hundrað þúsund dali á veðmálum sem tengdust Gemini 3 gervigreind Google. Shayne Coplan, stofnandi og yfirmaður Polymarket sagði í nýlegu viðtali við WSJ að notendur Polymarket fylgdust í rauninni sjálfir með skringilegum veðmálum þar. Þeir notuðu gögn síðunnar til að finna skringileg veðmál og reyndu að forðast þau.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08