Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 16:00 Bandarískir ráðamenn enduróma málflutning fjarhægriafla og hvítra þjóðernissinna í Evrópu um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda í nýrri þjóðaröryggisáætlun. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira