Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar 5. desember 2025 08:47 „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Samgöngur Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar